Atkvæðagreiðsla um skýrslubeiðni

Miðvikudaginn 16. febrúar 2000, kl. 13:40:58 (4395)

2000-02-16 13:40:58# 125. lþ. 64.92 fundur 316#B atkvæðagreiðsla um skýrslubeiðni# (um fundarstjórn), SJS
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 125. lþ.

[13:40]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég tek undir óskir hv. síðasta ræðumanns. Ég tel eðlilegt að sá sem fer fram á að því sé frestað að slík skýrslubeiðni sé borin undir þingið til samþykktar eða synjunar rökstyðji beiðni sína. Að sjálfsögðu liggur það í valdi þingsins að ákveða hvort það sendir áfram slíka skýrslubeiðni eða ekki. Til þess er hún borin hér undir atkvæði. Ég hef ekki skilið það svo að það væri að breyttu breytanda, nema eitthvað mjög óvenjulegt væri á ferðum, hlutverk forseta eða hæstv. fundarstjóra að hlutast til um að slík beiðni fái ekki að koma fyrir þingið til afgreiðslu. Hér er eitthvað á ferðinni sem ég fæ ekki alveg skilið, herra forseti.

Ef menn telja að skýrslubeiðnin sé óþingleg þá ber auðvitað að lýsa þeirri skoðun. En eftir stendur að valdið er þingsins og það ræðst með atkvæðum hér í salnum hvort skýrslubeiðnin fer áfram eða ekki.