Íslenski hrafninn

Miðvikudaginn 16. febrúar 2000, kl. 14:24:36 (4416)

2000-02-16 14:24:36# 125. lþ. 65.4 fundur 313. mál: #A íslenski hrafninn# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 125. lþ.

[14:24]

Ólafur Örn Haraldsson:

Virðulegi forseti. Ég fagna þeirri fyrirspurn sem hér er komin fram til að fá skýrari svör sem ráðherrann hefur svo sannarlega gefið. En ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvenær sé að vænta niðurstöðu um hvort íslenski hrafninn lendi á válista eða verði verndaður á annan hátt.

Við skulum minnast þess að íslenski hrafninn er að sjálfsögðu vargur í mörgum skilningi þess orðs en hann hefur líka mikla sérstöðu meðal íslensku þjóðarinnar, sérstöðu í íslensku náttúrufari. Við eigum að gæta hans eins og annarra dýra og ganga ekki of nærri honum.