Varðveisla sjaldgæfra hrossalita

Miðvikudaginn 16. febrúar 2000, kl. 14:52:26 (4427)

2000-02-16 14:52:26# 125. lþ. 65.5 fundur 317. mál: #A varðveisla sjaldgæfra hrossalita# fsp. (til munnl.) frá landbrh., ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 125. lþ.

[14:52]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka þessa athyglisverðu fyrirspurn til hæstv. landbrh. Það yrði sannarlega eftirsjá af því ef sjaldgæfur litur eins litföróttur hyrfi úr hestastofninum. Ég treysti hins vegar engum betur en hrossaræktendum og þeim fagaðilum sem hlut eiga að máli til að viðhalda slíkum litum í ræktuninni. Það væri óskandi, líkt og komið hefur fram í máli hæstv. landbrh., að eigendur hrossa með sjaldgæfa liti einbeittu sér að þessari hrossaræktun líkt og Kirkjubæjarbúið hefur sérhæft sig í ræktun rauðblesóttra hesta í gegnum tíðina.