Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 11:19:45 (4444)

2000-02-17 11:19:45# 125. lþ. 66.3 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[11:19]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna því að hv. þm. Jón Kristjánsson lýsir því yfir að hann vilji ekki tengja þetta beint saman, eins og mér fannst þó liggja að í ræðu hans, að nauðsynlegt væri að selja ríkiseignir til að ráðast í þessar framkvæmdir. Það hefði verið nöturlegt ef landsbyggðarmenn stæðu frammi fyrir því að þeir yrðu að selja símann til þess að fá veg.

En ég get fallist á það og er sammála honum að sölu ríkiseigna á ekki að verja til reksturs. Henni á þá að verja til uppbyggingar og eflingar annars atvinnulífs eða þjónustu til varanlegs tíma af hálfu ríkisins. Það væri fagnaðarefni ef við gætum fengið söluandvirði bankanna á sl. ári til vegagerðar. Komi fram tillaga um það þá finnst mér það alveg bráðsnjallt.