Tilfærsla á aflamarki

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 14:05:51 (4474)

2000-02-17 14:05:51# 125. lþ. 66.1 fundur 337. mál: #A tilfærsla á aflamarki# beiðni um skýrslu frá sjútvrh., MSv (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[14:05]

Margrét K. Sverrisdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég gerði athugasemd við það við upphaf þings í gær að sú skýrslubeiðni sem hér er tekin til atkvæðagreiðslu skyldi tekin út af dagskrá fyrirvaralaust og afgreiðslu frestað. Af hálfu stjórnar þingsins var sett fram sú ósk að ákvæði um verklag við upplýsingaöflun hæstv. sjútvrh. yrði sett fram í greinargerð með beiðninni en ekki í henni sjálfri eins og upphaflega var. Á þetta hef ég og aðrir skýrslubeiðendur fallist, enda lítum við svo á að hér sé ekki um efnislega breytingu að ræða.