Tilfærsla á aflamarki

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 14:07:23 (4476)

2000-02-17 14:07:23# 125. lþ. 66.1 fundur 337. mál: #A tilfærsla á aflamarki# beiðni um skýrslu frá sjútvrh., GÁS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[14:07]

Guðmundur Árni Stefánsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vildi sérstaklega vekja athygli á því og undrast það satt að segja að hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson, formaður þingflokks Framsfl., sjái sérstaka ástæðu til þess að koma hingað upp með þá undarlegu athugasemd sem hann færði hér fram. Staðreyndin er sú að á fundi forsn. í gær með þeim aðilum sem að þessari beiðni stóðu var sátt um að gera þessar breytingar. Það segir hins vegar ekkert um það hvort málið hafi ekki verið þinglegt eða þingtækt eins og það var. Ég hafna því fullkomlega þessari einhliða skýringu hv. þm., enda veit hann ekkert um málið.