Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 14:42:07 (4487)

2000-02-17 14:42:07# 125. lþ. 66.3 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[14:42]

Kristján L. Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því sem hv. þm. sagði í seinni hluta andsvars síns um það að sá möguleiki sem við erum að ræða hér á Miðnorðurlandi sé gott forgangsverkefni, en hins vegar kemur fram í ræðu hv. þm. að á nýrri öld eigum við að ræða annað. Það er auðvitað alveg hárrétt, en ég segi bara hér og nú og það sé verkefni okkar núv. alþingismanna. Við erum að forgangsraða jarðgangaáætlun til tíu ára og nefndir eru ótal liðir sem koma þar á eftir. Ég ætla þingmönnum sem á eftir okkur koma þegar þessir þrír kostir verða sennilega búnir, að taka og forgangsraða því sem nefnt er sem valkostur tvö sem hægt verði að gera næstu tíu til tuttugu ár héðan í frá. Ég fagna því ef ég hef misskilið hv. þm. Jón Bjarnason og að hann er eindreginn stuðningsmaður fyrir þessu sem fyrsta valkosti.