Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 14:45:38 (4490)

2000-02-17 14:45:38# 125. lþ. 66.3 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[14:45]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Það er í sjálfu sér ekki miklu við þetta andsvar hæstv. félmrh. Páls Péturssonar að bæta. Ég get tekið undir orð hans að því marki sem ég þekki til. Það hefði verið æskilegt á sínum tíma að velja aðra leið til Siglufjarðar en varð þarna ofan á en tækni þess tíma var þannig að þetta þótti besti valkosturinn þá. Í dag er staðan hin sama. En eins og alltaf þá vinnum við næsta leik út frá því sem við stöndum frammi fyrir. Ég get því ekki annað en tekið undir það. En ég árétta að samgöngumál, hvar sem er á landinu, bættar samgöngur, eru meginmál framtíðarbyggðar á Íslandi. Þar eigum við að vera átaksglöð, djörf og með sterka sýn til framtíðar.