Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 17:27:56 (4542)

2000-02-17 17:27:56# 125. lþ. 66.3 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[17:27]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég minni á það varðandi Reykjanesbrautina að fyrst er að ljúka undirbúningi en síðan vinna samhliða að lausn á fjárhagshlið málsins.

Varðandi Suðurstrandarveginn þá er mér ljóst að sú vegtenging er mikilvæg eins og margar aðrar vegtengingar. En víðar er verið að sameina kjördæmi og með sömu rökum mætti segja að leggja yrði nýjan veg um alla Barðaströndina. Þá kæmist ég t.d., ef ég yrði í framboði, auðveldlega allan veturinn til Vestfjarða. Þetta er ekki svo einfalt að eingöngu sé hægt að hengja þetta á breytta kjördæmaskipan. Séu önnur mikilvæg verkefni í samgöngumálum á þessu svæði sem þingmenn telja að fremur þurfi að vinna þá þarf auðvitað að vinna að þeim. Séu hins vegar fjármunir til þá hlýtur þessi vegaframkvæmd að koma til skoðunar fyrr eða síðar. Ég benti á að við endurskoðun langtímaáætlunar þarf auðvitað að skoða þetta verk sem er á áætlun með tiltekna fjármuni.