Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 17:36:41 (4549)

2000-02-17 17:36:41# 125. lþ. 66.3 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[17:36]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það var ekkert rangt sem hæstv. ráðherra sagði, hann hélt sig við vegáætlun. Aftur á móti minnist hann ekki á að búið er að taka þarna frá í frestun tæplega helminginn af því fé sem ætlað er til framkvæmdanna þannig að verið er að minnka framkvæmdaféð á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma niður í 285 millj. úr 1,1 milljarði. Ég spyr hæstv. ráðherra vegna þess að hann var að væna sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu um að þeir væru ekki tilbúnir með framkvæmdir. Þá taldi ég upp áðan í máli mínu ýmsar mjög bráðnauðsynlegar framkvæmdir sem eru tilbúnar. Telur hæstv. ráðherra að þessar 285 millj. kr. dugi eitthvað upp í þær framkvæmdir sem eru nú þegar tilbúnar á höfuðborgarsvæðinu?

Ég fer fram á það, herra forseti, að hann dragi orð sín til baka um það sem hann sagði um sveitarstjórnarmenn sem væru ekki tilbúnir með mál sín hvað varðar framkvæmdir. Það er rangt.