Vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 17:41:51 (4553)

2000-02-17 17:41:51# 125. lþ. 66.3 fundur 296. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000 - 2004# þál. 23/125, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[17:41]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég hélt að þær athugasemdir hefðu ekki hefðu farið fram hjá hæstv. ráðherra sem fram hafa komið frá þeim hv. þm. Austurlands sem talað hafa í dag um að hlutur Austurlands væri ekki ásættanlegur í þeim áætlunum sem liggja fyrir og m.a. með vísun til þess sem áður hefur verið rætt og staðfest úr þessum ræðustól af þáv. ráðherra. Mér kemur því að sjálfsögðu mjög á óvart þegar hæstv. ráðherra talar eins og hann skilji ekki um hvað málið snýst.

Það er að sjálfsögðu verið að ræða um að ýmsar framkvæmdir hafa farið fram í jarðgöngum, m.a. Ólafsfjarðargöng og Vestfjarðagöng, og Austfirðingar sættu sig við að vera settir aftur fyrir en að sjálfsögðu með þær væntingar að koma kröftuglega inn í næsta áfanga sem gerður væri. Það er hins vegar ekki svo í þeim áætlunum sem liggja fyrir án þess að ég sé að gera athugasemdir við þær framkvæmdir sem eru lagðar til. Það sem ég er fyrst og fremst að velta upp er það að Austfirðingafjórðungur liggur hér til hliðar, ekki á þann hátt sem við höfðum vænst.