Vegalög

Fimmtudaginn 17. febrúar 2000, kl. 18:42:29 (4564)

2000-02-17 18:42:29# 125. lþ. 66.7 fundur 322. mál: #A vegalög# (reiðvegir, girðingar) frv. 54/2000, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 125. lþ.

[18:42]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég treysti því að þessi atriði verði skoðuð mjög gaumgæfilega þannig að samkomulag verði um bæði þann útistandandi kostnað sem landeigendur eða aðrir hafa tekið á sig vegna girðingaframkvæmda og eiga að fá endurgreiddan og það náist að greiða það sem allra fyrst því ekki hafa bændur neina burði til að bera slíkt.

Einnig ítreka ég áfram mikilvægi þess að góð sátt sé um vegalagningar og girðingar í gegnum tún, lönd og beitilönd bænda.