Fátækt á Íslandi

Mánudaginn 21. febrúar 2000, kl. 15:09:36 (4579)

2000-02-21 15:09:36# 125. lþ. 67.1 fundur 327#B fátækt á Íslandi# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 125. lþ.

[15:09]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Eins og ég sagði áðan tel ég þessa athugun sem við stöndum núna í vera þá brýnustu sem snýr að og lýtur að þeim aðilum sem ríkisvaldið tekur til og snýr að almannatryggingakerfinu, og mér finnst skynsamlegast að vera ekki að hlaupa í fleiri verk á þessu stigi.

En á hinn bóginn get ég tekið undir með hv. þm. að það er jákvætt og til bóta og rétt að huga þá að því sem næsta skrefi, að menn reyni að ná utan um umræðu af þessu tagi því hún vill fara á flot, hún vill einkennast af fullyrðingum og stóryrðum og er oft erfitt að ná utan um hana. Við höfum reyndar séð dæmi um það í fjölmiðlum á allra síðustu sólarhringum að umræðan getur farið í afskaplega niðurlægjandi og ósmekklegan farveg hjá þeim sem ættu reyndar að gæta þess að slíkt gerðist ekki.