Fjármögnun á tvöföldun Reykjanesbrautar

Mánudaginn 21. febrúar 2000, kl. 15:21:43 (4590)

2000-02-21 15:21:43# 125. lþ. 67.1 fundur 329#B fjármögnun á tvöföldun Reykjanesbrautar# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 125. lþ.

[15:21]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Ég tel nauðsynlegt fyrir okkur að hafa augun opin fyrir öllum þeim kostum sem kunna að gefast vegna opinberra framkvæmda. Það hefur verið gerð tilraun með að standa að einkaframkvæmdum í samgöngukerfinu. Þar er um að ræða göngin undir Hvalfjörðinn. Það verk tókst afskaplega vel og hefur vissulega vakið athygli margra á því að e.t.v. sé það leið sem mætti fara. Það hefur e.t.v. ýtt við verktökum sem sjá að verkefnin eru víða til staðar og margir möguleikar. Þess vegna er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til að skoða alla kosti en ítreka það sem ég sagði. Við verðum að fara að öllum þeim leikreglum sem við höfum sett okkur.