Landsvirkjun og rekstur fjarskiptafyrirtækja

Mánudaginn 21. febrúar 2000, kl. 15:30:47 (4596)

2000-02-21 15:30:47# 125. lþ. 67.1 fundur 331#B Landsvirkjun og rekstur fjarskiptafyrirtækja# (óundirbúin fsp.), MF
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 125. lþ.

[15:30]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef hefur þetta fyrirtæki, TNet, sem Landsvirkjun á 1/3 hluta í, nú þegar eða er að festa kaup á nýju TETRA-kerfi til hliðar við það sem ríkið bauð út reksturinn á. Verður vandséð annað en að þarna séu tvö ríkisfyrirtæki, Landssíminn og Landsvirkjun, að fara í mjög sérkennilega samkeppni við það fyrirtæki sem fékk þetta verkefni samkvæmt útboði. Í stjórn þessa fyrirtækis eru framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsvirkjunar, sem er stjórnarformaður, og framkvæmdastjóri fyrirtækisins er einnig starfsmaður Landsvirkjunar. Það er með ólíkindum að það skuli gerast að tekin séu mál til 1. umr. inn á hv. Alþingi og Landsvirkjun hafi ekki veitt ráðherra þær upplýsingar sem til þarf varðandi málið. Mér finnst þetta mjög alvarlegur hlutur og nánast að verið sé að hafa okkur að fíflum, virðulegi forseti, með því að fara fram á að við greiðum atkvæði og fjöllum um mál sem er í raun þegar afgreitt.