Landsvirkjun og rekstur fjarskiptafyrirtækja

Mánudaginn 21. febrúar 2000, kl. 15:32:09 (4597)

2000-02-21 15:32:09# 125. lþ. 67.1 fundur 331#B Landsvirkjun og rekstur fjarskiptafyrirtækja# (óundirbúin fsp.), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 125. lþ.

[15:32]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég legg áherslu á að þetta mál hefur ekki komið til atkvæða á hv. Alþingi, það hefur einungis farið fram atkvæðagreiðsla um að málið fari til nefndar og verði skoðað í nefnd og ég efast ekki um að hv. iðnn. mun fara gaumgæfilega í gegnum málið. Séu einhverjar dylgjur uppi um að það sé eitthvað allt annað sem liggi fyrir en það sem fram kemur í frv., þá hafa hv. þm. alla möguleika á að fara í gegnum það í nefnd. En út af því sem kom fram hjá hv. þm. í sambandi við samkeppni, þá höfum við almennt ekki verið á móti því að það geti ríkt samkeppni í landinu. En hvað varðar TETRA-kerfið geri ég mér fulla grein fyrir því að það er takmörkuð samkeppni innan þess fjarskiptakerfis.