Landsvirkjun og rekstur fjarskiptafyrirtækja

Mánudaginn 21. febrúar 2000, kl. 15:33:13 (4598)

2000-02-21 15:33:13# 125. lþ. 67.1 fundur 331#B Landsvirkjun og rekstur fjarskiptafyrirtækja# (óundirbúin fsp.), MF
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 125. lþ.

[15:33]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Það er vissulega rétt að það eru takmarkaðir möguleikar til samkeppni innan TETRA-kerfisins. Hins vegar kom skýrt fram við umræðu um þetta frv. að ástæðan fyrir því að það þyrfti að heimila Landsvirkjun sérstaklega að taka þátt í fjarskiptafyrirtækjum væri m.a. sú að Landsvirkjun býr við sérstakt skattaumhverfi og getur þess vegna keypt búnað á allt öðrum kjörum en önnur fyrirtæki sem eru að keppa á sama markaði í fjarskiptum. Ef það er rétt að Landsvirkjun eða þetta fyrirtæki, TNet, hafi þegar fest kaup á nýju TETRA-kerfi til hliðar við það sem Irja, þetta litla fyrirtæki, bauð í og fékk, og hafi keypt þetta nýja TETRA-kerfi á sérstökum kjörum þá er það alvarlegur hlutur, og þegar hafi verið gerðir samningar um notkun þessa TNets á línum Landsvirkjunar og þjónustusamningur Landsvirkjunar við TNet um að reka fyrir þá fjarskipti. Þetta eru upplýsingar sem hefðu eðlilega átt að koma fram við 1. umr. um málið.