Hætta af völdum bensín- og olíuflutninga um Reykjanesbraut

Þriðjudaginn 22. febrúar 2000, kl. 14:37:17 (4645)

2000-02-22 14:37:17# 125. lþ. 68.13 fundur 320. mál: #A hætta af völdum bensín- og olíuflutninga um Reykjanesbraut# þál., Flm. HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 125. lþ.

[14:37]

Flm. (Hjálmar Árnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil ítreka það sem fram kom í framsöguræðu minni að útgangspunktur hv. flm. að þessari tillögu er mengunarhætta hvað varðar vatnsból. Umræðan um þau hefur verið töluverð og tilfinningaþrungin sem von er því það er ekkert grín ef vatnsból fyrir 16 þúsund manna byggðarlag skaðast. Þess vegna er mjög mikilvægt að fá faglega úttekt á meintri hættu af þessum flutningum. Það er útgangspunkturinn.

Hitt sem ég nefndi er í rauninni nefnt í framhjáhlaupi og tengist þessu auðvitað. Verið er að tína til þau rök sem haldið hefur verið á lofti varðandi þessa flutninga. Við bendum á eina mögulega lausn með þær tvær hafnir sem hér voru nefndar, en fyrst og fremst að fá þetta faglega mat og úttekt þannig að hægt sé að bregðast faglega við.