Hætta af völdum bensín- og olíuflutninga um Reykjanesbraut

Þriðjudaginn 22. febrúar 2000, kl. 14:38:28 (4646)

2000-02-22 14:38:28# 125. lþ. 68.13 fundur 320. mál: #A hætta af völdum bensín- og olíuflutninga um Reykjanesbraut# þál., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 125. lþ.

[14:38]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef sagt það áður er við höfum deilt og tekist á um Reykjanesbrautina og tvöföldun hennar o.s.frv. að Reykjanesbrautin sé ekkert einkamál þingmanna Reykjaneskjördæmis. Hún snertir Reykvíkinga mjög, enda má líka segja að þeir noti Reykjanesbraut jafnvel meira en Reyknesingar.

Við gerum okkur alveg fulla grein fyrir þeirri hættu sem stafar af miklum olíuflutningum um Reykjanesbraut. Mér sýnist einsýnt að ekki þurfi að rannsaka málið með þeim hætti og þeirri aðkomu sem hv. flm. gera ráð fyrir. Ég held að eðlilegra væri að beina spjótum sínum strax að þeim flutningsmáta sem væri eðlilegur, þ.e. að flutningar á flugvélaeldsneyti færu fram um Helguvíkurhöfn og því væri dælt þaðan upp á Keflavíkurflugvöll.