Hætta af völdum bensín- og olíuflutninga um Reykjanesbraut

Þriðjudaginn 22. febrúar 2000, kl. 14:39:31 (4647)

2000-02-22 14:39:31# 125. lþ. 68.13 fundur 320. mál: #A hætta af völdum bensín- og olíuflutninga um Reykjanesbraut# þál., Flm. HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 125. lþ.

[14:39]

Flm. (Hjálmar Árnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki viss um að neinn alvarlegur skoðanaágreiningur sé á milli hv. flm. og hv. þm. nema að því leytinu til e.t.v. að það er stór ákvörðun að banna strax olíuflutninga um Reykjanesbraut. Ég tel miklu vænlegra til árangurs að vinna það faglega og fá fagleg rök til þess að bregðast við. Reynist hættan vera sú sem við óttumst og spáum þá ... (GHall: Það liggur í augum uppi.) Ja, liggur í augum uppi. Ég held að ekki sé nóg að við hv. þm. séum sammála um það, enda erum við leikmenn á því sviði. Við erum einfaldlega að biðja um að færustu sérfræðingar fjalli um þetta viðkvæma mál. Síðan munum við taka ákvörðun. Ég er sjálfur ekki í nokkrum vafa um hver niðurstaðan verður og hver ákvörðunin ætti að vera. Að því leytinu til erum við hv. þm. sammála.