Reglur um sölu áfengis

Þriðjudaginn 22. febrúar 2000, kl. 15:23:06 (4662)

2000-02-22 15:23:06# 125. lþ. 68.5 fundur 149. mál: #A reglur um sölu áfengis# þál., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 125. lþ.

[15:23]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Stefna er aðhaldssöm og samt sem áður eykst útsala áfengis. Það er rétt. Eins og ég sagði áðan hefur sala á áfengum drykkjum aukist jafnt og þétt um býsna langan tíma. Hún hefur hins vegar ekki aukist eins mikið og víða annars staðar og hún hefur heldur ekki aukist eins mikið og hún mundi gera ef allt væri frjálst. Við reynum að fylgja í þessu efni aðhaldssamri stefnu og ég vænti þess að við höldum því áfram. Engin ástæða er til að kalla það rök þó það eigi að fjölga útsölustöðum um fjóra. Það er fyrst og fremst vegna þess að þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni eru að fá sína útsölustaði. Það er sjálfsagt og eðlilegt. Það er ekki verið að leggja til bann við sölu áfengra drykkja en það er verið að leggja til að ungt fólk og þeir sem veikir eru fyrir eigi ekki auðveldara með að nálgast áfengið.