Þriggja fasa rafmagn

Miðvikudaginn 23. febrúar 2000, kl. 13:44:41 (4723)

2000-02-23 13:44:41# 125. lþ. 70.12 fundur 355. mál: #A þriggja fasa rafmagn# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., iðnrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 125. lþ.

[13:44]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Með bréfi, dagsettu 16. febr. sl., þ.e. í síðustu viku, fól forsrn. iðnrn. fyrir hönd ríkisstjórnarinnar framkvæmd þál. um þriggja fasa rafmagn. Ég hef ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að gera úttekt þá sem ályktunin felur í sér. Nefndinni verður einnig falið að kanna hvort og þá hvaða aðrar leiðir kunna að geta komið í stað þrífösunar rafmagns til að mæta þörfum atvinnulífsins á landsbyggðinni.

Ráðuneytið hefur óskað eftir því að Orkubú Vestfjarða og Rafmagnsveitur ríkisins tilnefni fulltrúa í nefndina en Þorkell Helgason orkumálastjóri verður formaður hennar. Ég á von á því að unnt verði að skipa nefndina í þessari eða næstu viku og að hún taki strax til starfa.