Þriggja fasa rafmagn

Miðvikudaginn 23. febrúar 2000, kl. 13:46:53 (4725)

2000-02-23 13:46:53# 125. lþ. 70.12 fundur 355. mál: #A þriggja fasa rafmagn# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 125. lþ.

[13:46]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég vil einnig taka undir þakkir til fyrirspyrjanda, hv. þm. Helgu Erlingsdóttur, því það er sannarlega brýn þörf á að fara í þessa vinnu og ég þakka það að iðnrh. skuli hafa sett í þetta enn eina nefndina. Vonandi er að þriggja manna nefnd skili fljótt af sér og það verði lagt til og farið í þann kostnað sem þarf til að bæta stöðu þeirra sem búa við tveggja fasa rafmagn því að eins og hér hefur komið fram þá fellur óhemju kostnaður á íbúa þessara svæða og tefur og hamlar uppbyggingu atvinnuvega sem mögulega væri hægt að koma á í dreifðum sveitum. Við erum að tala hér um að reyna að styrkja fjölbreytt atvinnulíf, smáiðnað, og þetta er einn af þeim þáttum sem stöðvar allar þær hugmyndir.