Þriggja fasa rafmagn

Miðvikudaginn 23. febrúar 2000, kl. 13:50:36 (4728)

2000-02-23 13:50:36# 125. lþ. 70.12 fundur 355. mál: #A þriggja fasa rafmagn# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 125. lþ.

[13:50]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil eins og aðrir þakka fyrir þessa fyrirspurn. Ég hafði reyndar vænst þess að þessi vinna væri nú þegar komin vel af stað. Það hlýtur að valda vonbrigðum að svo skuli ekki hafa verið að fráfarandi iðnrh. hafi gert eitthvað í málinu. Þess þá heldur ber að þakka núv. hæstv. iðnrh. fyrir að hafa skipað þessa nefnd.

Hér er auðvitað um mikið hagsmunamál að ræða. Ég vil því hvetja ráðherra til þess að leggja nefndarmönnum þannig til verkin að þeir vinni mjög hratt svo að sem fyrst komi niðurstaða úr því hve mikill kostnaður fylgir því að bæta úr þessu ástandi þannig að möguleiki sé á því að taka á þessu og uppbygging atvinnulífs í sveitum geti þá miðast við það.