Fjarvinnslustörf í Ólafsfirði

Miðvikudaginn 23. febrúar 2000, kl. 14:55:06 (4757)

2000-02-23 14:55:06# 125. lþ. 70.1 fundur 245. mál: #A fjarvinnslustörf í Ólafsfirði# fsp. (til munnl.) frá forsrh., TIO
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 125. lþ.

[14:55]

Tómas Ingi Olrich:

Herra forseti. Það er rétt sem hefur komið fram að það getur skipt mjög miklu máli fyrir atvinnulífið á Ólafsfirði að lausn finnist á þessu fjarvinnsluverkefni. Ég held hins vegar að það liggi alveg ljóst fyrir að athuga þarf þessi mál mjög gaumgæfilega þannig að sú starfsemi sem þar verður sett upp styðjist við góðan undirbúning.

Að því er varðar hina pólitísku yfirlýsingu þá liggur fyrir yfirlýsing um það að vinna að því að koma fjarvinnslumálum fyrir úti á landi. Hin pólitíska yfirlýsing hefur verið gefin, það er verið að vinna úr þessu og málið virðist vera í góðum farvegi.