Notkun íslenska skjaldarmerkisins

Miðvikudaginn 23. febrúar 2000, kl. 15:05:33 (4764)

2000-02-23 15:05:33# 125. lþ. 70.2 fundur 314. mál: #A notkun íslenska skjaldarmerkisins# fsp. (til munnl.) frá forsrh., forsrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 125. lþ.

[15:05]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég hygg að það hafi nú ekki verið fyrirrennari minn sem veitti leyfið en það má vera að því hafi verið svarað á sínum tíma úr ráðuneytinu að engin lög stæðu til þess að banna þá notkun vegna þess að einkaleyfið, eins og ég segi, var ekki lögverndað fyrr en 1998, aðstaðan var því sú.

Varðandi hnappana sem hv. þm. nefndi til sögunnar þá hafa athugasemdir út af því borist ráðuneytinu og ráðuneytið hefur gert lögregluyfirvöldum viðvart um málið því að þetta er mál sem fer að hætti opinberra mála. Við höfum ekki með eftirlitshlutverkið að gera heldur vekjum aðeins athygli lögregluyfirvalda á hvað sé hér á ferðinni.