Notkun þjóðfánans

Miðvikudaginn 23. febrúar 2000, kl. 15:18:13 (4770)

2000-02-23 15:18:13# 125. lþ. 70.3 fundur 315. mál: #A notkun þjóðfánans# fsp. (til munnl.) frá forsrh., forsrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 125. lþ.

[15:18]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég hef svo sem ekki miklu við að bæta það sem hv. þm. sagði. Ég tek undir með honum að þetta áhugaleysi á notkun fánans í því skyni sem lögin heimila hefur komið okkur á óvart.

Á hinn bóginn vil ég segja frá því að ég tel það út af fyrir sig ekki í mínum verkahring eða ráðuneytisins að auglýsa sérstaklega eftir notendum að fánanum. Mér finnst það ekki við hæfi. Mér finnst að menn verði að bera sig eftir því í samræmi við lögin en ekki að við séum að auglýsa fánann til notkunar. Mér finnst að þá værum við farin að ganga skrefinu lengra en smekklegt gæti talist.