Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Fimmtudaginn 24. febrúar 2000, kl. 12:18:35 (4819)

2000-02-24 12:18:35# 125. lþ. 71.5 fundur 260. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða# (fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða) frv. 56/2000, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 125. lþ.

[12:18]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég met það svo að við komumst ekki mikið lengra í að fá fram svör frá hæstv. ráðherra við 1. umr. um þetta mál. Engu að síður er mér ljóst að þetta mál þarf að skoða mjög ítarlega í hæstv. efh.- og viðskn., ekki síst með tilliti til stöðu efnahagsmála sem ég er nokkuð hissa á hve hæstv. fjmrh. hefur litlar áhyggjur af. Eins þarf að líta á þetta með tilliti áhrifa þessa á ríkispappíra sem ég hef nefnt í tvígang, t.d. húsbréfin og aukin afföll af þeim og tengslin þar við kaup lífeyrissjóðanna á erlendum hlutabréfum. Hæstv. ráðherra hefur engar áhyggjur af þessu. Ég hef áhyggjur af því og mun ræða málið ítarlega í efh.- og viðskn. og ýmsa þætti sem því tengjast.