Mat á umhverfisáhrifum

Fimmtudaginn 24. febrúar 2000, kl. 17:10:52 (4869)

2000-02-24 17:10:52# 125. lþ. 71.7 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 125. lþ.

[17:10]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þó að umhvrh. tönnlist á því, eins og það var orðað, að lög séu ekki afturvirk þá skiptir það öllu máli í þessu sambandi. Lögin eru almennt ekki afturvirk. Við höfum notað þau rök af því að þau gilda í þessu máli. Almennt er það þannig að þegar veitt er leyfi fyrir einhverju er það ekki tekið af nema með sérstökum lögum. Almenna reglan er ekki sú að lög séu afturvirk.

Þess vegna erum við núna að tala um sólarlagsákvæði til þess að taka leyfin af. Í frv. er ákvæði sem skýrir þetta fullkomlega. Núna erum við að taka leyfin af. Ef framkvæmdir eru ekki hafnar fyrir árslok 2002 þá verða leyfin ógild. Við segjum það hér mjög skýrt í lagatexta.

Aðalrökin í málinu eru að lög eru ekki afturvirk. Þetta verða menn að þola að heyra. Þó... (RG: Við erum að setja ný lög núna.) að þeim sé óljúft að heyra það þá er það aðalatriðið.