Mat á umhverfisáhrifum

Fimmtudaginn 24. febrúar 2000, kl. 17:15:37 (4873)

2000-02-24 17:15:37# 125. lþ. 71.7 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 125. lþ.

[17:15]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það þarf ekkert frummat. Það er alveg rétt. Það er ekkert frummat og í þessum drögum að nýjum lögum erum við að falla frá gömlu aðferðinni þar sem var frummat og frekara mat. Við erum að fara í mat og ítarlegra mat. Við erum að fara í alveg nýtt kerfi.

Allar stærri framkvæmdir eiga að fara í mat. Það er skylda samkvæmt 1. viðauka. Í 2. viðauka eru aðrar framkvæmdir sem er meira matsatriði hvort eigi að fara í mat eða ekki. Skipulagsstjóri á að meta það og hann á að gera það með ákveðnum viðmiðunum sem koma fram í 3. viðauka. Hann getur metið að hitt og þetta fari í mat ef hann telur sig hafa forsendur til þess. Ef menn eru svo ekki ánægðir með að skipulagsstjóri krefst mats þá er hægt að kæra það til umhvrh.

Hér er um mjög gott ferli að ræða sem ég bind miklar vonir við.