Mat á umhverfisáhrifum

Fimmtudaginn 24. febrúar 2000, kl. 17:31:55 (4879)

2000-02-24 17:31:55# 125. lþ. 71.7 fundur 386. mál: #A mat á umhverfisáhrifum# (heildarlög) frv. 106/2000, KPál
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 125. lþ.

[17:31]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Í umræðum og ræðu minni áðan lagði ég eina fyrirspurn fyrir hæstv. umhvrh. þar sem kemur fram í 19. gr. að umhvrh. setji að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar reglugerð á grundvelli þessara laga.

Ég tel mjög nauðsynlegt að hæstv. ráðherra svari því og láti það koma hér fram hvort drög að reglugerðinni geti legið fyrir áður en nefndin afgreiðir málið frá sér. Ég veit að mjög mörgum sem þurfa að vinna samkvæmt þessum lögum og reglugerðinni finnst skipta máli, og það skiptir líka máli fyrir nefndina, að vita hvernig útfærsla laganna muni verða af hálfu ráðuneytisins þegar þar að kemur. Að gefnu tilefni fer ég fram á svör við þessu, herra forseti.