Mælistuðlar í fiskveiðum og vinnslu sjávarafla

Fimmtudaginn 24. febrúar 2000, kl. 17:47:58 (4884)

2000-02-24 17:47:58# 125. lþ. 71.22 fundur 378. mál: #A mælistuðlar í fiskveiðum og vinnslu sjávarafla# þál., Flm. JÁ
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 125. lþ.

[17:47]

Flm. (Jóhann Ársælsson):

Hæstv. forseti. Ég þakka bæði hæstv. ráðherra og hv. þm. Guðjóni A. Kristjánssyni fyrir að taka undir það sem kemur fram í tillögunni. Ég held að útskýringar hv. þm. Guðjóns A. Kristjánssonar á því hvernig þetta tengist allt saman hafi ekki verið hægt að setja fram betur, enda þekkir hv. þm. þetta mál betur en flestir aðrir eða allir. Ég tel fulla ástæðu til þess að hæstv. ráðherra leggi okkur lið í því að þetta mál verði afgreitt frá nefndinni og þá með því að koma til hennar þeim hugmyndum sem hann hefur á sínu borði til viðbótar því að augu sjá betur en auga og ýmislegt getur vantað til þess að menn komist að sem allra bestri niðurstöðu í þessu máli.

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp til að þakka fyrir undirtektirnar og vona sannarlega að í framhaldi af þeim fái málið framgang á hv. Alþingi.