Rannsókn kjörbréfs

Mánudaginn 06. mars 2000, kl. 15:00:01 (4885)

2000-03-06 15:00:01# 125. lþ. 72.1 fundur 350#B rannsókn kjörbréfs#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 125. lþ.

[15:00]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hafa eftirfarandi bréf. Hið fyrsta er dagsett 3. mars 2000 og hljóðar svo:

,,Þar sem ég get ekki af persónulegum ástæðum sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að óska þess að 3. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurl., Guðjón Sigurjónsson héraðsdómslögmaður, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni og forföllum 1. og 2. varaþingmanns.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Lúðvík Bergvinsson, 3. þm. Suðurl.``

Annað bréf er dagsett 6. mars árið 2000 og hljóðar svo:

,,Undirrituð getur vegna anna ekki tekið sæti fyrir Lúðvík Bergvinsson nú í fjarveru hans.

Katrín Andrésdóttir.``

Loks er þriðja bréf, dagsett 3. mars 2000, og hljóðar svo:

,,Vegna persónulegra aðstæðna get ég undirritaður ekki tekið sæti á Alþingi mánudaginn 6. mars 2000 í forföllum Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar á Suðurlandi.

Björgvin G. Sigurðsson.``

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Guðjóni Sigurjónssyni sem er 3. varamaður á lista Samfylkingar í Suðurlandskjördæmi. Jafnframt hélt kjörbréfanefnd fund áður en þingfundur hófst til þess að fjalla um kjörbréfið.