Jöfnun námskostnaðar

Mánudaginn 06. mars 2000, kl. 15:17:54 (4897)

2000-03-06 15:17:54# 125. lþ. 72.2 fundur 353#B jöfnun námskostnaðar# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 125. lþ.

[15:17]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Þessir styrkir hafa hækkað um rúmlega 200% á fjórum árum og hefur orðið gjörbreyting á hvað varðar fjárhæðirnar sem úthlutað er. Einnig er að verða mikil breyting á framhaldsskólastiginu með nýjum námskrám og nýrri skipan, auknum möguleikum til fjarnáms og fjarkennslu. Ég hef hug á því að þessar reglur verði endurskoðaðar og að unnið verði að því að þróa þær í samræmi við breyttar kröfur svo að styrkurinn nýtist sem best fyrir þá nemendur sem þurfa á honum að halda.