Úthlutun listamannalauna

Mánudaginn 06. mars 2000, kl. 15:23:33 (4901)

2000-03-06 15:23:33# 125. lþ. 72.2 fundur 354#B úthlutun listamannalauna# (óundirbúin fsp.), HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 125. lþ.

[15:23]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. svörin og hef í sjálfu sér litlu við þau að bæta. Hæstv. menntmrh. er ráðherra menningarmála einnig og ég ítreka þakklæti fyrir afstöðu hans til málsins. Ég tel hins vegar afskaplega mikilvægt að hv. Alþingi fjalli um þetta.

Ég tek undir með hæstv. ráðherra að hv. Alþingi á ekki að vera í hinni eiginlegu úthlutun. En ég tel mikilvægt að Alþingi sendi a.m.k. frá sér einhver skilaboð á þeim nótum sem ég nefndi í aðdraganda fyrirspurnar minnar, svo sem hversu lengi menn skuli vera á listamannalaunum, hvað með einstök listform, hvort tengja eigi launin afköstum, endurnýjun, þ.e. gagnvart ungum listamönnum o.s.frv.

Ýmis nöfn sem ekki hafa hlotið náð vekja auðvitað athygli. Það er ekki á færi stjórnmálamanna að taka ákvörðun um einstök slík nöfn en mikilvægt að koma skilaboðum sínum á framfæri.