Hrossaútflutningur

Mánudaginn 06. mars 2000, kl. 15:29:31 (4904)

2000-03-06 15:29:31# 125. lþ. 72.2 fundur 355#B hrossaútflutningur# (óundirbúin fsp.), GE
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 125. lþ.

[15:29]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. svörin, en því var ekki svarað hvort til greina kæmi að stöðva útflutning tímabundið og ekki var því heldur svarað hver árangurinn væri af rannsóknum sem í gangi hafa verið á Hólum. Ég lýsi því yfir, eins og hæstv. landbrh., að hef ég fulla samúð með þessari starfsgrein. En við skulum gæta okkur á því að eyðileggja hana ekki heiman frá með því að leiða bókstaflega yfir skepnurnar það sem ég bendi hér á, herra forseti, á minnisblaði sem var í hólfum allra þingmanna. Ef það er rétt sem þar stendur, þá eru menn bókstaflega á villigötum í þessu máli og ég tel að nauðsynlegt sé að taka á þessu og ég fagna því að rannsókn verður látin fara fram, bæði erlendis og innan lands á þessum málum og það sem fyrst.