Starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka

Mánudaginn 06. mars 2000, kl. 17:08:59 (4929)

2000-03-06 17:08:59# 125. lþ. 72.3 fundur 193. mál: #A starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 125. lþ.

[17:08]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst mjög ótrúverðugt hjá hv. þm. þegar hann byrjar á því að tala fjálglega um að hann styðji þetta frv. og styðji það að opna bókhald stjórnmálahreyfinga en kemur svo á eftir og segjast ekki ætla að opna bókhald síns flokks. Ég óska eftir því að hv. þm. upplýsi mig og hv. þingheim um hvaða fyrirtæki styrkti Vinstri hreyfinguna -- grænt framboð um 500 þús. kr. Ég óska eftir því að fá upplýsingar um hvað Íslensk erfðagreining styrkti Vinstri hreyfinguna -- grænt framboð með hárri upphæð í ljósi þess sem hv. þm. hefur látið uppi.

Ég óska jafnframt eftir því að hv. þm. upplýsi hvort fjárstuðningur Íslenskrar erfðagreiningar til flokksins hafi haft einhver áhrif á afstöðu flokksins í þeim málum sem við höfum verið að fjalla um.