Starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka

Mánudaginn 06. mars 2000, kl. 18:00:49 (4945)

2000-03-06 18:00:49# 125. lþ. 72.3 fundur 193. mál: #A starfsemi og fjárreiður stjórnmálasamtaka# frv., JÁ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 125. lþ.

[18:00]

Jóhann Ársælsson (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það hafa í rauninni ekki komið svör við þeirri málaleitan sem kom fram frá hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur um að forsetar þingsins hittust til að ræða þetta mál. Hæstv. forseti sem var við stjórn áðan sagði að það væri ekki hægt vegna þess að einungis tveir forsetar þingsins væru í húsinu. Mér hefur þá skjöplast ef ég hef ekki séð þrjá upp á síðkastið á stjákli. Ég spyr því hæstv. forseta hvort ekki sé hægt að verða við því að gert verði stutt hlé meðan meiri hluti forseta þingsins kemur saman og ræðir þetta mál og kemst að einhverri niðurstöðu svo að hægt sé að svara með sanngirni a.m.k. á þeim grundvelli að það hafi verið borið undir meiri hluta forsætisnefndar.

Ég óska eftir því að hæstv. forseti svari mér ef hann getur á meðan ég hef ekki lokið máli mínu.

(Forseti (ÁSJ): Forseti vill tilkynna þingheimi að nú eru mættir þrír forsetar í húsið og mun verða gert fimm mínútna hlé á þessum fundi.)