Svar við fyrirspurn

Þriðjudaginn 07. mars 2000, kl. 13:45:58 (4974)

2000-03-07 13:45:58# 125. lþ. 73.96 fundur 361#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), JónK
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 125. lþ.

[13:45]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Það er margt sem maður verður áheyrandi að við umræður á hv. Alþingi en hv. 5. þm. Reykv. sagði áðan á þessa leið að hann undraðist að ráðherrar skuli flýja í skjól laga, hlutafélagalaga og laga um bankaleynd. Ég vil vekja athygli á því að ráðherrar eiga að fara eftir lögum og þingmenn eiga líka að fara eftir lögum. Það á að fara eftir þeim lögum sem eru í gildi og að sjálfsögðu athugar ráðherra hvaða lög eru í gildi áður en hann svarar spurningum sem þessari. (JóhS: Þetta er útúrsnúningur, hv. þm.)