Málefni Þjóðminjasafnsins

Þriðjudaginn 07. mars 2000, kl. 14:09:07 (4984)

2000-03-07 14:09:07# 125. lþ. 73.97 fundur 364#B málefni Þjóðminjasafnsins# (umræður utan dagskrár), JónK
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 125. lþ.

[14:09]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Ég vil byrja á að undirstrika að afar mikilvægt er að koma Þjóðminjasafninu vel fyrir og sjá vel fyrir framtíð þess, þetta er mikilvæg stofnun. En ég vil aðeins minnast á eitt málefni sem snýr að fjárln. í þessu sambandi, að flutningarnir á Þjóðminjasafninu hafa ekki komið upp á borð fjárln. og ekki hefur verið fjallað um þá sérstaklega. Við síðustu fjárlagaafgreiðslu var fjallað um nokkur sérverkefni undir Þjóðminjasafninu. Ég ætla ekki að blanda mér í þau mál á þessu stigi en hins vegar hef ég beðið um að þegar sú skýrsla Ríkisendurskoðunar liggur fyrir um þetta mál, sem hæstv. menntmrh. minntist á, muni fjárln. fá hana í hendur. Það var í rauninni þetta sem ég vildi koma til skila við þessa umræðu, að í fjárln. hafa þessi mál ekki verið uppi á borði en aðeins nokkur atriði sem varða safnið og sérverkefni sem það hefur farið fram á, það hefur fengið fjármagn til þeirra sumra en ekki annarra.