Starfsréttindi tannsmiða

Þriðjudaginn 07. mars 2000, kl. 15:05:33 (4999)

2000-03-07 15:05:33# 125. lþ. 73.4 fundur 210. mál: #A starfsréttindi tannsmiða# frv. 109/2000, DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 125. lþ.

[15:05]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég held að hv. þm. Kristján Pálsson hafi eitthvað misskilið mitt mál því að ég tók það fram að Tannlæknafélag Íslands hefur lýst sig algerlega mótfallið því að tannsmiðir fái að starfa á eigin ábyrgð við mótun og mátun tanngóma og tannparta. En ég sagði jafnframt að margir tannlæknar væru þeirrar skoðunar að veita ætti tannsmiðum sjálfstæðan rétt til þessara starfa að undangengnu viðbótarnámi eins og lagt er til í frv.