Tekjustofnar sveitarfélaga

Miðvikudaginn 08. mars 2000, kl. 14:55:17 (5058)

2000-03-08 14:55:17# 125. lþ. 75.6 fundur 353. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# fsp. (til munnl.) frá félmrh., JónK
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 125. lþ.

[14:55]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Eins og fram hefur komið veiti ég forstöðu þeirri nefnd sem er að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga. Eins og kom fram hjá hæstv. ráðherra er upplýsingaöflun nefndarinnar komin vel á veg og fram undan er að taka ákvarðanir um að hve miklu leyti tekjustofnakerfinu verður breytt og hver hlutur sveitarfélaganna á að vera að við teljum. Ég get nefnt það að fram hefur komið í samanburði nefndarinnar á löggjöfinni hér og á Norðurlöndunum t.d. og í öðrum nágrannalöndum okkar, að tekjustofnakerfið hér er einfalt og skilvirkt. Ég tel ekki ástæðu til að hvolfa því við, en aðalatriðið er hvað er sveitarfélaganna og hvað ríkisins og taka ákvörðun um það miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja. Ég á von á því að nefndin haldi sín tímamörk og skili af sér á miðju ári.