Vatnsveitur í dreifbýli

Miðvikudaginn 08. mars 2000, kl. 15:09:59 (5066)

2000-03-08 15:09:59# 125. lþ. 75.7 fundur 354. mál: #A vatnsveitur í dreifbýli# fsp. (til munnl.) frá félmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 125. lþ.

[15:09]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. félmrh. fyrir svarið. Ég hef orðið mjög vör við áhyggjur manna, sérstaklega þeirra sem eru í ferðaþjónustu, sem standa frammi fyrir því að þurfa að fara í vatnsöflun og leggja vatnsveitur á jörðum sínum, en hafa ekki möguleika til að nýta sér vatnsveitur sveitarfélaganna. En þannig háttar til í dreifbýlinu að oft er æðilangt á milli bæja, oft jafnvel 10--15 km og þá duga nú lítið vatnsveitur í eigu sveitarfélaganna. Ég fagna því þessu sérstaklega og ég veit að bændur og ferðaþjónustuaðilar munu verða mjög ánægðir með svar ráðherra.