Kjör stjórnenda Fjárfestingarbanka atvinnulífsins

Miðvikudaginn 08. mars 2000, kl. 15:59:59 (5088)

2000-03-08 15:59:59# 125. lþ. 75.11 fundur 404. mál: #A kjör stjórnenda Fjárfestingarbanka atvinnulífsins# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., KLM
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 125. lþ.

[15:59]

Kristján L. Möller:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda, Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrir að koma með þessa fsp. inn í þingsali.

[16:00]

Ég gat ekki orða bundist þegar ég hlustaði á talsmann Sjálfstfl. í þessari umræðu, hv. þm. Pétur Blöndal. (Gripið fram í: Er hann talsmaður Sjálfstfl.?) Ja, hann hefur komið þannig fram í umræðum um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og varið þau laun og bónusgreiðslur sem þar eru. Hvernig vogar hann sér að tala um að bætur öryrkja og aldraðra muni ekki batna ef Fjárfestingarbanki atvinnulífsins færi eitthvað að tapa? Á hvaða stig er umræðan komin? Það hefur verið svo að Pétur H. Blöndal hefur verið að verja þessi laun og þessar bónusgreiðslur þó að hæstv. forsrh. finnist fullhratt gengið um gleðinnar dyr. Ég vildi aðeins vekja athygli á þessu og það er afar ósmekklegt að taka þetta inn í umræðu þegar menn eru að ræða um 50--60 þús. kr. bætur til öryrkja og annarra sem sumum finnst yfirdrifið nóg og kannski miklu meira en nóg eins og hér hefur komið fram.