Lyfjalög og almannatryggingar

Fimmtudaginn 09. mars 2000, kl. 10:40:30 (5096)

2000-03-09 10:40:30# 125. lþ. 76.1 fundur 401. mál: #A lyfjalög og almannatryggingar# (Lyfjamálastofnun o.fl.) frv. 108/2000, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 125. lþ.

[10:40]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég skil svar hæstv. ráðherra svo að þessir hópar ættu að geta haft þarna aðkomu þó að þeir eigi kannski ekki fulltrúa í nefndinni. Ég vil segja það sem skoðun mína að ekki væri óeðlilegt, t.d. þegar verið væri að fjalla um lyf vegna ákveðinna sjúkdóma, að kölluð væru til þau félög eða hagsmunaaðilar sem málið varðaði til ráðagerða og þau hefðu þá eitthvað um það að segja hvernig þessi mál skipuðust varðandi kostnaðarhlutdeild þó að það verði náttúrlega aldrei ráðandi hvað þau segðu en a.m.k. væri tekið tillit til skoðana þeirra.