Markaðssetning vistvænna og lífrænna afurða

Fimmtudaginn 09. mars 2000, kl. 14:27:13 (5132)

2000-03-09 14:27:13# 125. lþ. 76.4 fundur 399. mál: #A markaðssetning vistvænna og lífrænna afurða# (ríkisframlag) frv. 79/2000, GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 125. lþ.

[14:27]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Þrátt fyrir vonbrigði með að fjármunir skuli vera veittir þaðan frá í þau verkefni sem hv. þm. var að ræða um held ég að ekki sé hægt að skilja fyrirmælin eða markmiðssetninguna öðruvísi en að það verði að verða við slíkum umsóknum. En 21,5 millj. kr. hefur verið varið í rannsóknir sem lúta að fóðuröflun í lífrænni sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu. Það hefur verið varið 30 millj. kr. til verkefna á sviði lífrænnar framleiðslu. Í ræðu minni áðan útskýrði ég að yfir 60%--70% af þeim fjármunum sem verkefni hefðu haft hefðu runnið beint í þau verkefni sem ég er að lýsa.