Markaðssetning vistvænna og lífrænna afurða

Fimmtudaginn 09. mars 2000, kl. 14:56:16 (5137)

2000-03-09 14:56:16# 125. lþ. 76.4 fundur 399. mál: #A markaðssetning vistvænna og lífrænna afurða# (ríkisframlag) frv. 79/2000, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 125. lþ.

[14:56]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil gjarnan svara spurningu hv. þm. Ísólfs Gylfa Pálmasonar. Ég er þeirrar skoðunar að með þær upplýsingar sem liggja að baki verkefninu núna og þær skýrslur sem við sitjum uppi með og þær upplýsingar og tillögur sem þó eru til staðar, gætu gagnast hæstv. landbrh. fyllilega í áframhaldandi starfi við stefnumörkunina, en ég fullyrði líka að hæstv. landbrh. situr uppi með það að þurfa að vinna með fólki sínu í landbrn. ákveðinn hluta þess starfs sem stjórnarmönnum Áforms -- átaksverkefnisins var gert að skila á sínum tíma en skilaði ekki. Þess vegna vara ég hæstv. landbrh. við að framlengja þessu ákvæði á sömu nótum og það hefur starfað undanfarin fimm ár vegna þess að mér sýnist árangurinn af starfinu ekki hafa verið nægilega góður.