Félagsþjónusta sveitarfélaga

Mánudaginn 13. mars 2000, kl. 15:51:30 (5171)

2000-03-13 15:51:30# 125. lþ. 77.7 fundur 418. mál: #A félagsþjónusta sveitarfélaga# (heildarlög) frv., ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 125. lþ.

[15:51]

Ásta Möller (andsvar):

Herra forseti. Mig langaði þakka hv. þm. Guðrúnu Ögmundsdóttur fyrir ágæta yfirferð yfir þetta frv. Þó var eitt atriði sem mig langaði að leita nánari skýringa á. Það er kannski bara af mínum eigin ókunnugleika en í umfjöllun sinni um 14. gr. nefndi hv. þm. að þar þyrfti að bæta inn í leitarstarfi. Ég átta mig alveg á því hvað leitarstarf er í heilbrigðisþjónustu en mig langar að vita hvað hv. þm. á við í þessu samhengi.