Kvótaþing, Verðlagsstofa skiptaverðs og takmörkun á flutningi aflamarks

Þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 15:54:26 (5229)

2000-03-14 15:54:26# 125. lþ. 78.3 fundur 400. mál: #A Kvótaþing, Verðlagsstofa skiptaverðs og takmörkun á flutningi aflamarks# skýrsl, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 125. lþ.

[15:54]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka það sem ég sagði. Hér gætir einhvers misskilnings hjá hv. þm. Niðurstaðan er sú að meginmarkmiðin hafa ekki náðst. Frv. -- þrílembingarnir -- náðu yfir þrennt. Það er almennt sátt nokkur um Verðlagsstofuna. Það er almennt sátt um úrskurðarnefndina en eftir stendur þá veikleiki hvað varðar Kvótaþingið. Jafnframt hafa menn verið að velta því upp hvað varðar framsalið, hvort það eigi að ganga skrefið til fulls, banna það alveg eða opna það upp á gátt. Ég vil hins vegar leiðrétta hv. þm. að ég var ekki að krefja hæstv. ráðherra um svör í þessu heldur gerði ég ráð fyrir því að hæstv. ráðherra kæmi þessum boðum til þeirrar nefndar sem starfar á vegum sjútvrn. og ítreka að sú nefnd á að fá frið til þess að vinna yfirvegað í stóru máli.