Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 18:12:59 (5268)

2000-03-14 18:12:59# 125. lþ. 78.4 fundur 144. mál: #A stjórn fiskveiða# (aflaheimildir Byggðastofnunar) frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 125. lþ.

[18:12]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þessi síðustu ummæli hv. þm. voru hálfundarleg, þ.e. þegar hann spurði um kvótakerfið í dag, hvað það væri annað en pólitísk úthlutun. Hv. þm. veit betur en spyrja spurninga af því tagi.

Nú langar mig að spyrja hv. þm.: Ef svo skyldi fara að rækjustofninn stækkaði fyrir norðan, fyndist honum þá réttlátt að Siglfirðingar fengju ekkert af þeirri aukningu? Af ræðu hans var svo að heyra. Kvótakerfið byggir á því að ef stofnarnir minnka þá ber útgerðarmaðurinn tapið. Ef þeir stækka þá fær hann viðbót.